Meðalfellsvatn


ALMENN LÝSING


Staðsetning: Kjós
Tímabil: 19. apríl - 13.sept.
Lengd: Sjá veiðireglur
Meðalveiði seinustu 5 ár:
Stangir: Ótakmarkað
Veiðileiðsögumenn: N/A
Veiðihús: Nei, en við bendum á Kaffi Kjós. Þar má kaupa veitingar.
Ath: Upplýsingar um vatnið: Vatnið er um 2 km2 að stærð og um 18 m. djúpt þar sem það er dýpst. Vatnið stendur í 46 metra hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið renna Sandsá og Flekkudalsá en úr því fellur Bugsa sem rennur í Laxá í Kjós. Lax og sjóbirtingur gengur úr Laxá í gegnum Bugðu og í vatnið. Veiðisvæðið: Heimilt er að veiða í öllu vatninu. Bannað er þó að veiða nær ósum en 50 metra. Athugið að veiðisvæðið við upptök Bugðu er vaktað og séu veiðarfæri nær ós en 50 metrum mega menn búast við fjársektum og upptöku veiðarfæra. Veiði: Mest veiðist af smábleikju, en einnig nokkur urriði, sjóbirtÍngur og lax. Urriðinn veiðist best fyrrihluta sumars. Lax gengur oft hratt upp í vatn og hafa menn veitt grálúsuga laxa upp í vatni þannig að mögulegt er að veiða lax frá miðju sumri og út veiðitímabilið. Þar sem mikið er af smábleikju í vatninu hentar það mjög vel fyrir ungviðið.

Stakur dagur í Meðalfellsvatni
1.500 ISK
Setja í körfu
Stakur dagur í Meðalfellsvatni ( Börn x2. veiða frítt með leyfishafa
1.500 ISK
Setja í körfu
Stakur dagur í Meðalfellsvatni ( Börn x2. veiða frítt með leyfishafa
1.500 ISK
Setja í körfu
1 VÖRUR Í KÖRFU